Le Pen gert að sæta geðrannsókn

Marine Le Pen.
Marine Le Pen. AFP

Franskur dómstóll hefur fyrirskipað Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, að gangast undir geðrannsókn, en málið tengist rannsókn á því hvers vegna hún deildi myndefni sem sýnir þau voðaverk sem liðsmenn Ríkis íslams hafa framið. 

Le Pen birti ljósmynd af úrskurðinum á Twitter og sagði að þetta væri sturlað. Þetta kemur fram á vef BBC.

Árið 2015 birti Le Pen myndir af voðaverkum Ríkis íslams. Ein myndanna sýndi höfuðlaust lík bandaríska blaðamannsins James Foley, sem liðsmenn samtakanna myrtu og afhöfðuðu.

Hún nýtur ekki lengur friðhelgi sem franskur þingmaður og það er enn mögulegt að hún verði dæmd til að greiða sekt eða jafnvel til fangelsisvistar. 

Samkvæmt úrskurðinum vill dómarinn fá úr því skorið með rannsókn, hvort Le Pen glími við geðræn vandamál eða hvort hún geti skilið ummæli og svarað spurningum.

„Þetta er sturlað,“ skrifaði Le Pen á Twitter. „Þessi stjórnvöld eru virkilega farin að verða skelfileg.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert