Tilbúin að bera vitni fyrir dómaranefndinni

Brett Kavanaugh, dómaraefni Donald Trumps, neitar ásökununum.
Brett Kavanaugh, dómaraefni Donald Trumps, neitar ásökununum. AFP

Christine Blasey Ford, konan sem hefur sakað Brett Kavananaugh, dómaraefni Donald Trumps Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi þegar þau voru á táningsaldri, segist nú vera tilbúin að bera vitni fyrir dómaranefnd bandarísku öldungadeildarinnar.

Lögfræðingur Ford hafði áður sagt nefndinni að hún myndi ekki geta komið fyrir nefndina á mánudag líkt og til hafði staðið. Í tölvupóstum sem bæði Washington Post og New York Times hafa undir höndum er ákvörðun repúblikana í dómaranefndinni varðandi dagsetninguna sögð vera gerræðisleg og þess jafnframt óskað að nýr tími verði fundinn.

Mánudagur „gengur ekki og sú krafa nefndarinnar að þetta verði að gerast þá er gerræðisleg,“ segir í bréfinu. „Áttið þið ykkur á að hún hefur fengið líflátshótanir sem hafa verið tilkynntar bandarísku alríkislögreglunni FBI og að hún og fjölskylda hennar hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt?“

Ford vilji bera vitni, svo framarlega sem hægt sé að fallast á skilmála sem séu sanngjarnir og tryggi öryggi hennar.

„Hún myndi þó helst af öllu vilja að full rannsókn ætti sér stað áður en hún kemur fyrir nefndina,“ segir í bréfinu.

Greint var frá því í gær að Ford væri treg til að bera vitni fyrir nefndinni fyrr en að lokinni rannsókn FBI á málinu, sem lögfræðingur hennar segir að ætti að vera hluti af almennri bakgrunnsskoðun á dómaraefninu.

Þar sem Kavanaugh neitar ásökununum og Ford hefur ekki til þessa tekist að benda á vitni að atburðinum hefur formaður dómaranefndarinnar, sem og ráðamenn í Hvíta húsinu, þrýst á hana að bera vitni sem fyrst svo hægt sé að samþykkja Kavanaugh sem hæstaréttardómara.

mbl.is
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...