Tók eigið líf eftir árásina

Mikill viðbúnaður var við vöruskemmur Rite Aid eftir árásina.
Mikill viðbúnaður var við vöruskemmur Rite Aid eftir árásina. AFP

Konan, sem stóð fyrir skotárás við vöru­skemm­ur lækn­inga­vöru­fram­leiðand­ans Rite Aid í Har­ford-sýslu, norðaust­ur af Baltimore í Mary­land í Banda­ríkj­un­um fyrr í dag, er látin. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir Jeff Gahler, lögreglustjóra Harford, sem segir hana hafa tekið eigið líf.

Greint var frá því fyrr í dag að þrír væru látnir eftir árásina og þrír til viðbótar hefðu særst.

Kon­an, sem var í tímabundnu starfi í vöruskemmunum, er sögð hafa notað skamm­byssu við árás­ina. Ástæður árásarinnar liggja þó ekki fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert