Trump dregur frásögn af árásinni í efa

Donald Trump Bandaríkjaforseti telur frásögn Ford af árásinni skorta trúverðugleika.
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur frásögn Ford af árásinni skorta trúverðugleika. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti dró í dag í efa sannleiksgildi frásagnar konu sem sem hefur sakað Brett Kavananaugh, dómaraefni Trumps, um kynferðislegt ofbeldi þegar þau voru á táningsaldri.

Líkt og svo oft áður nýtti Trump samfélagsmiðilinn Twitter til að tjá sig um málið.  Sagði forsetinn að ef hin meinta árás hefði „verið jafn slæm og hún sagði“ að þá hefði konan, Christine Blasey Ford, eða foreldrar hennar lagt fram kæru.

Þá krafðist Trump þess að Ford legði fram skýrslu frá lögreglu frá þessum tíma svo hægt væri að upplýsa um „dagsetningu, tíma og staðsetningu!“

New York Times segir að með þessu gefi Trump í skyn að frásögn Ford af atvikinu, sem átti sér stað í unglingasamkvæmi á níunda áratug síðustu aldar, skorti trúverðugleika. Fram til þessa hefur Trump hins vegar eingöngu tjáð sig um málið með því að lofa Kavanaugh og kenna demókrötum um að hægja á staðfestingu hans sem næsti hæstaréttardómari.

Ford hefur ekki getað gefið upp nákvæmlega hvaða dag árásin átti sér stað og Kavanaugh hefur alfarið neitað ásökuninni. Bæði hafa þau hins vegar sagst vera viljug til að bera vitni fyrir dómaranefnd bandarísku öldungadeildarinnar, sem er með tilnefningu Kavanaughs til umfjöllunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert