Börnin óska þess að styrjöldinni linni

Nú er haust og skólar að byrja eftir sumarfrí, einnig  í Jemen, þar sem styrjöld hefur geisað síðan 2015. UNICEF áætlar að 4,5 milljónir barna í Jemen eigi á hættu að verða af tækifærinu til þess að mennta sig, þar sem kennarar hafa ekki fengið greidd laun frá ríkinu í nærri tvö ár.

„Ég vona að stríðið taki enda við getum haldið áfram að læra og farið og komið í skólann á öruggan hátt. Við vonum að við getum klárað námið okkar og orðið verkfræðingar, læknar og flugmenn,“ segir Mokhtar Yehya, nemi í 9. bekk sem AFP-fréttaveitan ræðir við í myndskeiðinu hér að ofan.

Börnin sem þar sjást eru á meðal þeirra heppnu, sem enn hafa tækifæri á að ganga í skóla, en meira en 2.500 skólar í landinu hafa orðið fyrir skemmdum síðan að styrjöldin braust út.

„Ég á mér einfalda ósk, sem er sú að klára nám mitt og verða læknir,“ segir Abdulmalik al-Yemeni, sem gengur í 9. bekk í skólanum sem AFP heimsótti. Annar nemandi, Hasim Moad, segist vilja klára nám sitt og verða lögfræðingur, til þess að verja fólkið og réttindi þeirra og þjóna landi sínu.

Nemendur í Jemen sneru aftur í skólann í vikunni eftir …
Nemendur í Jemen sneru aftur í skólann í vikunni eftir sumarfrí. AFP
Yfir 2.500 skólar hafa skemmst í hörðum átökum stríðandi aðila.
Yfir 2.500 skólar hafa skemmst í hörðum átökum stríðandi aðila. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert