Átta börn farast í sprengingu

Lögregla í Shirin Tagab umdæminu segir talibana, sem náðu stjórn …
Lögregla í Shirin Tagab umdæminu segir talibana, sem náðu stjórn á svæðinu í síðustu viku, hafa komið sprengjunni fyrir. Kort/Google

Átta börn hið minnsta létust og sex særðust er sprengja sprakk í Faryab héraði í Afganistan í dag. BBC segir börnin, sem eru á aldrinum 6-12 ára, hafa verið að leik í nágrenni lögreglustöðvar í héraðinu þegar sprengjan sprakk.

Lögregla í Shirin Tagab umdæminu segir talibana, sem náðu stjórn á svæðinu í síðustu viku, hafa komið sprengjunni fyrir.

Að sögn afgönsku fréttastofunnar Tolo þá misstu tvö barnanna útlimi í sprengingunni og voru þau flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, en ástand þeirra er sagt vera alvarlegt.

Engin yfirlýsing hefur enn borist frá Talibönum um að þeir beri ábyrgð á sprengingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert