Fær viðbótarfrest til að taka ákvörðun

Brett Kavanaugh dómaraefni Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur neitað ásökununum.
Brett Kavanaugh dómaraefni Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur neitað ásökununum. AFP

Christine Blasey Ford, konunni sem hefur sakað Brett Kavananaugh dómaraefni Donald Trumps Bandaríkjaforseta um kynferðislegt ofbeldi þegar þau voru á táningsaldri, hefur fengið viðbótarfrest til að ákveða hvort að hún muni bera vitni fyrir dómaranefnd bandarísku öldungadeildarinnar.

Frá þessu er greint á vef BBC, en ásakanir Ford rötuðu bandaríska fjölmiðla í síðustu viku. Ford segir atvikið hafa átt sér stað í unglingasamkvæmi árið 1982. Þar hafi Kavan­augh, í fé­lagi við ann­an ung­an mann, rekið sig inn í svefn­her­bergi í ung­linga­sam­kvæmi á heim­ili í Mont­gomery-sýslu. Þeir hafi báðir verið mjög ölvaðir og fé­lag­inn hafi horft á meðan Kav­an­augh hafi reynt að fá sínu fram í rúmi í her­berg­inu, þuklað á henni og mis­notað.

Debra Katz, lögfræðingur Ford hefur sakað repúblikana í dómaranefndinni um að „kúga“ Ford með „gerræðislegum“ og ágengum“ tímaramma til að að ákveða sig.

Áður hafði verið greint frá því að Ford væri tilbúin að bera vitni fyrir nefndinni, sem vill að fundurinn verði á mánudag. Ford er hins vegar sögð setja það skilyrði að hún veiti vitnisburð sinn ekki en á fimmtudag.

BBC segir repúblikana í dómaranefndinni nú hafa veitt Ford frest þar til tíu í kvöld til að ákveða hvort að hún beri vitni. „Eini tilgangurinn er að kúga Ford og svipta hana getunni til að taka íhugaða ákvörðun sem hefur veruleg áhrif á líf hennar og fjölskyldu hennar,“ sagði Katz er hún fór fram á lengri frest.

„Hún hefur þegar neyðst til að yfirgefa heimili sitt og hefur sætt árásum, fengið haturspósta og líflátshótanir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert