Ræðara bjargað eftir 100 daga á sjó

Hutchison var bjargað um borð í flutningaskip eftir að hann ...
Hutchison var bjargað um borð í flutningaskip eftir að hann sendi frá sér neyðarkall. Mynd/Skjáskot af vef The Guardian

Duncan Hutchison sem hugðist róa á heimasmíðuðum bát yfir Atlantshafið, frá New York til Lochinver í norðvesturhluta Skotlands, var bjargað undan ströndum Cornwall á Englandi eftir að hann lenti í vandræðum með bát sinn. Honum var bjargað um borð í flutningaskipt eftir að hafa sent út neyðarkall. The Guardian greinir frá.

Hutchison lagði af stað í hið 5.600 kílómetra ferðlag í maí á 23 feta tréárabát og hefur síðan þá safnað yfir 18 þúsund pundum til góðgerðarstofnunarinnar WaterAid.

Í færslu á Facebook-síðu Hutchison segir að hann sé eyðilagður, sérstaklega af því um tæknilegt vandamál var að ræða en ekki líkamleg vandamál eða vandamál vegna samsetningar bátsins. Hann ætlar sér þó að klára verkefnið, en þegar honum var bjargað hafði verið í 100 daga á sjó.

Í færslunni segir að hann hafi brugðist rétt við aðstæðum. Það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að senda út neyðarkall; fyrir hann sjálfan, bátinn og stuðningshópinn sem hefur siglt með honum. Ákvörðunin hafi hins vegar verið mjög erfið.

Strandgæslan staðfestir að Hutchison hafi tilkynnt að hann hafi átt í vandræðum með mikinn öldugang og að neyðarboð hafi í kjölfarið verið send til allra báta og skipa á svæðinu. Það var svo flutningaskip sem kom honum til bjargar og flytur hann nú aftur til New York.

mbl.is
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...