Rússar efla loftvarnir Sýrlands

Sergei Shoigu og Vladimir Pútín.
Sergei Shoigu og Vladimir Pútín. AFP

Rússnesk stjórnvöld ætla að styrkja loftvarnir Sýrlands með nýju eldflaugavarnakerfi. Vika er liðin síðan rússnesk herflugvél var fyrir mistök skotin niður með eldflaugum.

Að sögn Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, verður eldflaugavarnarkerfið S-300 afhent innan tveggja vikna.

Fimmtán Rússar fórust þegar S-200 eldflaugar skutu niður herflugvélina í síðustu viku en Pútín Rússlandsforseti hefur kennt Ísraelum um verknaðinn.

„Þetta hefur þrýst á okkur að koma fram með fullnægjandi kerfi sem er ætlað að auka öryggi rússneskra hermanna í Sýrlandi,“ sagði Shoigu í sjónvarpsávarpi.

Sýrlenski herinn hefur þegar fengið þjálfun í að nota eldflaugavarnakerfið, sem átti að afhenda árið 2013. Tafir urðu á því samkvæmt beiðni Ísraela, að sögn Shoigu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert