Segir ásakanirnar pólitískar

Trump ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag.
Trump ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ásakanir um kynferðislega áreitni á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis hans, séu einungis pólitískar. Önnur kona steig fram í dag og ásakaði Kavanaugh um kynferðislega áreitni. BBC greinir frá.

Trump ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og sagði meðal annars að hann styddi Kavanaugh alla leið.

Christina Blasey Ford steig fram undir nafni í síðustu viku og ásakaði Kavanaugh um að hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar þau voru í framhaldsskóla. Í dag steig Deborah Ramirez fram og sagði að Kavanaugh hefði berað kynfæri sín í háskólapartíi og neytt hana til að snerta þau.

Kavanaugh hefur neitað báðum ásökununum og sagði Trump í ávarpi sínu í dag að ásakanirnar væru þær ósanngjörnustu sem nokkurn tíma hefðu komið fram gegn frambjóðanda fyrir nokkurn skapaðan hlut.

Tvær konur hafa nú stigið fram og ásakað Kavanaugh um …
Tvær konur hafa nú stigið fram og ásakað Kavanaugh um kynferðisbrot. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert