Þing kemur saman í Svíþjóð

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Sósíaldemókrata.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Sósíaldemókrata. AFP

Þing kemur saman í Svíþjóð í dag í fyrsta skipti eftir þingkosningar í landinu fyrr í mánuðinum og verður kosið í embætti þingforseta, sem síðan fær það hlutverk að tilnefna næsta forsætisráðherra.

Óvenjuleg staða er nú uppi í sænska þinginu þar sem eins manns munur er á rauðgrænu blokkinni,  sem sam­an­stend­ur af Sósí­al­demó­kröt­um, Græn­ingj­um og Vinstri­flokkn­um, sem hlaut 144 þingsæti og banda­lagi hægri flokka, sem samanstendur af Modera­terna, Kristi­leg­um demó­krötum, Miðflokk­­inum og Frjáls­lynda flokk­inum, sem hafa 143 þing­sæti.

Val þingforsetans, sem er hátt skrifað embætti, skiptir því miklu.

Sænsk­ir sósí­al­demó­krat­ar greindu frá því í síðustu viku að þeir ætli ekki að leggja til eig­in fram­bjóðanda í embætti þing­for­seta, heldur vildu þeir sam­starf við flokka hægri­banda­lags­ins, Alli­an­sen, um næsta þing­for­seta en hægribandalagið hafnaði samstarfi og bjóða báðar fylkingar því fram eigin fulltrúa.

Embætti þing­for­seta er hátt skrifað. Frá því stjórn­ar­skrá­in var end­ur­skoðuð árið 1974 er það nú hlut­verk þing­for­set­ans, en ekki kóngs­ins, að til­nefna for­sæt­is­ráðherra og þá flokka sem sitja í rík­is­stjórn.

Ekki er nauðsyn­legt fyr­ir til­lög­una að fá stuðning meiri­hluta þings­ins, því svo framarlega sem meiri­hluti leggst ekki gegn henni nær hún fram að ganga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert