Skilorðsbundið fangelsi fyrir vanrækslu

AFP

Faðir barns, sem var bjargað í París, höfuðborg Frakklands, þar sem það hékk fram af svölum fjölbýlishúss, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanrækja ábyrgð sína sem foreldri samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Fram kemur í fréttinni að manninum hafi einnig verið gert að sækja námskeið til þess að læra að vera betra foreldri. Barninu, sem er fjögurra ára, var bjargað af malískum innflytjanda, Mamoudou Gassama, sem klifraði upp svalir hússins.

Faðirinn, sem hefur ekki verið nafngreindur, hafði skilið barnið eftir án eftirlits á meðan hann fór í búð að versla. Gassama var í kjölfar afreksins veittur franskur ríkisborgararéttur og var þakkað persónulega af Emmanuel Macron, forseta Frakklands.

mbl.is
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...