Vinsældir ná nýjum hæðum eftir auglýsingu

AFP

Vinsældir bandaríska íþróttavörurisans Nike hafa náð nýjum hæðum eftir að umdeild auglýsingaherferð fyrirtækisins með slagorði þess „Just do it“ fór í loftið fyrr í mánuðinum að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 

Mark Parker, framkvæmdastjóri Nike, sagði herferð fyrirtækisins, með ruðningsstjörnuna Colin Kaepernick í aðalhlutverki, hafa endurómað hugsjónir neytenda og hvatt þá áfram, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur um heim allan.

Kaepernick, fyrr­ver­andi leikmaður San Francisco 49ers, olli miklu fjaðrafoki árið 2016 þegar hann kraup á meðan þjóðsöng­ur­inn var leik­inn og neitaði að standa með hend­ur á brjósti, líkt og hefð er fyr­ir, til að mót­mæla lög­reglu­of­beldi og kynþáttam­is­rétti. Hann hef­ur ekki leikið í NFL-deild­inni síðan snemma á síðasta ári og hef­ur lög­sótt eig­end­ur liða í deild­inni fyr­ir að sniðganga hann.

„Líkt og eftir margar herferðir höfum við séð vinsældir fyrirtækisins fara upp á við. Við erum að sjá vinsældirnar í nýjum hæðum.“

Nike-auglýsing með leikstjórnandann Colin Kaepernick á risaskjá í New York.
Nike-auglýsing með leikstjórnandann Colin Kaepernick á risaskjá í New York. AFP
mbl.is
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
VolkswagenPolo 2006 til sölu
Vetrar og sumardekk, 4 dyra, ekinn 179 þ.km. Gott viðhald og smurbók. Verð 240 þ...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...