Vinsældir ná nýjum hæðum eftir auglýsingu

AFP

Vinsældir bandaríska íþróttavörurisans Nike hafa náð nýjum hæðum eftir að umdeild auglýsingaherferð fyrirtækisins með slagorði þess „Just do it“ fór í loftið fyrr í mánuðinum að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 

Mark Parker, framkvæmdastjóri Nike, sagði herferð fyrirtækisins, með ruðningsstjörnuna Colin Kaepernick í aðalhlutverki, hafa endurómað hugsjónir neytenda og hvatt þá áfram, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur um heim allan.

Kaepernick, fyrr­ver­andi leikmaður San Francisco 49ers, olli miklu fjaðrafoki árið 2016 þegar hann kraup á meðan þjóðsöng­ur­inn var leik­inn og neitaði að standa með hend­ur á brjósti, líkt og hefð er fyr­ir, til að mót­mæla lög­reglu­of­beldi og kynþáttam­is­rétti. Hann hef­ur ekki leikið í NFL-deild­inni síðan snemma á síðasta ári og hef­ur lög­sótt eig­end­ur liða í deild­inni fyr­ir að sniðganga hann.

„Líkt og eftir margar herferðir höfum við séð vinsældir fyrirtækisins fara upp á við. Við erum að sjá vinsældirnar í nýjum hæðum.“

Nike-auglýsing með leikstjórnandann Colin Kaepernick á risaskjá í New York.
Nike-auglýsing með leikstjórnandann Colin Kaepernick á risaskjá í New York. AFP
mbl.is
Fullbúin íbúð til leigu..
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...