Vinsældir ná nýjum hæðum eftir auglýsingu

AFP

Vinsældir bandaríska íþróttavörurisans Nike hafa náð nýjum hæðum eftir að umdeild auglýsingaherferð fyrirtækisins með slagorði þess „Just do it“ fór í loftið fyrr í mánuðinum að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 

Mark Parker, framkvæmdastjóri Nike, sagði herferð fyrirtækisins, með ruðningsstjörnuna Colin Kaepernick í aðalhlutverki, hafa endurómað hugsjónir neytenda og hvatt þá áfram, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur um heim allan.

Kaepernick, fyrr­ver­andi leikmaður San Francisco 49ers, olli miklu fjaðrafoki árið 2016 þegar hann kraup á meðan þjóðsöng­ur­inn var leik­inn og neitaði að standa með hend­ur á brjósti, líkt og hefð er fyr­ir, til að mót­mæla lög­reglu­of­beldi og kynþáttam­is­rétti. Hann hef­ur ekki leikið í NFL-deild­inni síðan snemma á síðasta ári og hef­ur lög­sótt eig­end­ur liða í deild­inni fyr­ir að sniðganga hann.

„Líkt og eftir margar herferðir höfum við séð vinsældir fyrirtækisins fara upp á við. Við erum að sjá vinsældirnar í nýjum hæðum.“

Nike-auglýsing með leikstjórnandann Colin Kaepernick á risaskjá í New York.
Nike-auglýsing með leikstjórnandann Colin Kaepernick á risaskjá í New York. AFP
mbl.is
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...