Dómur yfir Madsen í dag

Peter Madsen er 47 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur …
Peter Madsen er 47 ára frumkvöðull. Kim Wall var þrítugur sænskur blaðamaður.

Dómur verður kveðinn upp í yfirrétti í Kaupmannahafnar í dag yfir Peter Madsen sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi í héraðsdómi í apríl fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall.

Kveða átti upp dóminn 14. september en fresta þurfti dómsuppkvaðningu eftir að það leið yfir meðdómara í réttarsalnum.

Fyrir utan réttarsalinn 14. september þegar meðdómari var fluttur á …
Fyrir utan réttarsalinn 14. september þegar meðdómari var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa misst meðvitund í réttarsalnum. AFP

Madsen áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms sem kveðinn var upp 25. apríl. Hann heldur því fram að hún hafi látist af slysförum en viðurkennir að hafa sundurlimað líkið og hent líkamshlutunum í sjóinn í ágúst í fyrra.

Hann fór fram á að dómurinn yrði mildaður og lífstíðarfangelsi væri of þungur dómur. Afar sjaldgæft er að fólk sé dæmt í lífstíðarfangelsi í Danmörku og síðasta áratug hefur það aðeins gerst í þrígang. Yfirleitt þýðir lífstíðardómur sextán ára fangelsi og eru 25 manns að afplána lífstíðardóma í Danmörku um þessar mundir.

Danska ríkisútvarpið er með beinar lýsingar úr réttarsalnum

mbl.is