Nauðgaði sjö ára barni

Mikillar reiði gætir nú hjá íbúum Suður-Afríku eftir að sjö …
Mikillar reiði gætir nú hjá íbúum Suður-Afríku eftir að sjö ára stúlku var nauðgað á salerni veitingastaðar í landinu. AFP

Mikillar reiði gætir nú hjá íbúum Suður-Afríku eftir að sjö ára stúlku var nauðgað á salerni veitingastaðar í landinu, að því er BBC greinir frá.

Maður um tvítugt er sagður hafa fylgt stúlkunni eftir á leið hennar á klósettið. Hann greip hana síðan áður en hún náði þangað inn og dró hana með sér á karlaklósettið þar sem hann nauðgaði henni, að sögn lögreglu.

Maðurinn var handtekinn á staðnum og hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi.

Nauðgunartíðni er óvíða hærri en í Suður-Afríku og bárust lögreglu þar í landi tilkynningar um 40.035 morð á 12 mánaða tímabili, frá lokum mars 2017 til marsloka 2018, sem er að meðaltali 110 nauðganir á dag að því er stofnunin Africa Check, sem sannreynir upplýsingar, hefur greint frá. Er það örlítil fjölgun frá 12 mánuðunum þar á undan, er tilkynnt var um 39.828 nauðganir.

Mál stúlkunnar er annað kynferðisglæpamálið sem mikið er fjallað um í suður-afrískum fjölmiðlum þessa dagana. Hitt málið snýr að manni sem þóttist vera læknir og nauðgaði svo 17 ára stúlku á sjúkrahúsi, nokkrum klukkutímum eftir að hún hafði fætt barn.

Maðurinn gaf sig gaf sig að tali við stúlkuna. „Hann spurði hvernig hún hefði það eftir fæðinguna og hún kvartaði undan miklum blæðingum. Þá skipaði hann henni að afklæða sig og nauðgaði henni, sagði Dineo Koena, talsmaður lögreglunnar í austurumdæmi Höfðaborgarlögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert