Refsiaðgerðirnar haldi áfram

Mike Pompeo á fundinum í dag.
Mike Pompeo á fundinum í dag. AFP

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt til þess að refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu haldi áfram af fullum krafti.

Þetta kom fram í ræðu hans hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

„Refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verða að halda áfram af krafti og ekkert má gefa eftir þangað til algjör afvopnavæðing næst,“ sagði Pompeo.

Rússar voru ekki á sama máli á fundi öryggisráðsins. Þeir kröfðust þess að dregið verði úr refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu og sögðu það „óásættanlegt“ að aðgerðirnar hafi áhrif á alla Norður-Kóreubúa.

Stutt er síðan Moon Jae-in, for­seti Suður-Kór­eu, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, funduðu í Norður-Kór­eu, þar sem aðaláhersl­a var lögð á af­vopna­væðingu kjarna­vopna á Kór­eu­skag­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert