Fjöldi húsa hrundi í skjálftanum

Meðal mynda sem almannavarnir Indónesíu sendu frá sér er þessi …
Meðal mynda sem almannavarnir Indónesíu sendu frá sér er þessi mynd af verslunarmiðstöð í Palu. AFP

Fjöldi húsa hrundi í kjölfar jarðskjálfta sem reið yfir Indónesíu fyrr í dag, en skjálftinn var 7,5 að stærð. Talsmaður almannavarna í landinu staðfesti þetta í yfirlýsingu. Meðal annars eru myndir af verslunarmiðstöð sem er illa skemmd í borginni Palu, sem er næsta borg frá upptökum skjálftans. Þá eru aðrar myndir sem sýna skemmdir á vegum og öðrum byggingum.

Engar upplýsingar eru um manntjón að svo stöddu.

Upptök skjálftans voru á um sex kílómetra dýpi í Central Sulawesi-héraðinu sem er á Sulawesi-eyju. Almannavarnir landsins sendu út viðvörun um mögulega flóðbylgju stuttu eftir að skjálftinn reið yfir, en drógu viðvörunina til baka nokkru seinna.

Hús að hruni komið í Palu í Indónesíu.
Hús að hruni komið í Palu í Indónesíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert