Leiðtogafundur boðaður vegna Sýrlands

Börn í bænum Maaret al-Numan sem er norður af Idlib-héraði.
Börn í bænum Maaret al-Numan sem er norður af Idlib-héraði. AFP

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, greindi frá því í morgun að hún og leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Frakklands ætluðu að hittast á fundi í næsta mánuði til þess að ræða ástandið í Sýrlandi.

Hún segir ástandið þar enn viðkvæmt ekki síst núna vegna ástandsins í Idlib-héraði.Tyrkir hafa stutt uppreisnarmenn sem hafa reynt að koma forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, frá völdum en frá síðari hluta ársins 2016 hafa þeir unnið náið með Íran og Rússlandi við að reyna að binda enda á stríðið í Sýrlandi.

Rússar og Tyrkir samþykktu á fundi í borginni Sochi 17. september að koma upp „herlausu“ svæði í kringum héraðið, sem bæði ríki myndu eiga þátt í að verja. Á sama tíma ætti að huga að brottflutningi hættulegustu vígamannanna frá héraðinu. Stjórnvöld í Sýrlandi, sem hafa notið hernaðarstuðnings frá Rússum og Írönum, segjast ætla að ná Idlib á sitt vald en héraðið er síðasta hernaðarlega mikilvæga svæðið sem stjórnin hefur ekki endurheimt frá því stríðið braust út fyrir sjö árum. 

Samkomulagið kom í kjölfar varnaðarorða um að hætta væri á að allir íbúar héraðsins, þrjár milljónir talsins, yrðu drepnir. 

Borgin Idlib.
Borgin Idlib. AFP
mbl.is
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
Nissan Micra árg.2005
Nissan Micra árg.2005. Beinskiptur. Aðeins ekinn 70.000. Frábær smábíll. Uppl.í...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....