Þrír ákærðir fyrir morðið á Kuciak

Um fimm þúsund manns komu saman í Bratislava í dag ...
Um fimm þúsund manns komu saman í Bratislava í dag til að mótmæla aðkomu stjórnvalda á morðinu á rannsóknarblaðamanninum Jan Kuciak og unnustu hans. Sjö mánuðir eru frá því að morðin voru framin. AFP

Lögreglan í Slóvakíu hefur ákært þrjá menn fyrir morðið á rann­sókn­ar­blaðamanninum Jan Kuciak og unnustu hans.

Kuciak, sem var 27 ára, fannst látinn á heim­ili sínu í Brat­islava ásamt unn­ustu sinni í lok fe­brú­ar. Talið er að morðið tengist störfum hans en Kuciak var að rann­saka spill­ingu í stjórn­kerfi lands­ins þegar hann var myrt­ur og var hann að skrifa grein um tengsl ráðgjafa for­sæt­is­ráðherr­ans við ít­ölsku mafíuna. Grein­in birt­ist að hon­um látn­um.

Þremenningar sem hafa verið ákærðir eru í hópi átta manns sem voru handteknir af lögreglu á fimmtudag í tengslum við rannsókn málsins. Hinum fimm hefur verið sleppt úr haldi. Breska ríkisútvarpið hefur eftir slóvöskum miðlum að einn hinna handteknu hafi tengsl við lögregluna þar í landi.

Tugþúsund­ir Slóvaka hafa mótmælt aðkomu stjórn­valda frá því að Kuciak og unnusta hans voru myrt í febrúar. Robert Fico, þáverandi for­sæt­is­ráðherra Slóvakíu, sagði af sér í mars vegna málsins. Um fimm þúsund manns komu saman í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, í dag, þegar tilkynnt hafði verið um ákærurnar. 

mbl.is
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...