Krefjast dauðarefsingar yfir Saipov

Sa­yfullo Saipov flutti til Banda­ríkj­anna frá Úsbekist­an árið 2010.
Sa­yfullo Saipov flutti til Banda­ríkj­anna frá Úsbekist­an árið 2010. AFP

Bandarískir alríkissaksóknarar ætla að krefjast dauðarefsingar yfir Sayfullo Saipov en hann drap átta og særði tólf er hann ók á vegfarendur í New York í október í fyrra.

Saipov var hand­tek­inn skömmu eft­ir árás­ina á Man­hatt­an 31. októ­ber. Þetta var mann­skæðasta árás sem fram­in hef­ur verið í borg­inni frá hryðju­verk­un­um 11. sept­em­ber árið 2001.

Lögmaður Saipov hafði biðlað til saksóknara að ekki yrði krafist dauðarefsingar. Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði á Twitter skömmu eftir árásina að Saipov ætti að verða dæmdur til dauða.

Lögregla skaut Saipov skömmu eft­ir árás­ina og var hann flutt­ur á sjúkra­hús.  Í ákær­unni sem gef­in var út dag­inn eft­ir að ódæðið var framið kom fram að hann hefði ít­rekað grobbað af því sem hann hafði gert er hann lá á sjúkra­hús­inu. 

Við rann­sókn lög­reglu kom í ljós að Saipov hafði skipu­lagt árás­ina í um ár og að áróðurs­mynd­bönd Rík­is íslams hefðu m.a. verið hon­um inn­blást­ur til árás­anna. Er hann lá á sjúkra­hús­inu bað hann um að fáni hryðju­verka­sam­tak­anna yrði hengd­ur upp á sjúkra­stof­unni. Þá sagði hann að honum „liði vel“ með það sem hann hefði gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert