Segir efnahagsþvinganir tefja afvopnun

Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu.
Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu. AFP

Norður-Kórea mun ekki afvopnast á meðan Bandaríkjastjórn beitir ríkið efnahagsþvingunum. Þetta kom fram í máli Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.

Ri kennir Bandaríkjastjórn um það þrátefli sem ríkir í viðræðum ríkjanna um afkjarnorkuvopnavæðingu á Kóreuskaga. Bandaríkjastjórn tekur ekki annað til greina en að Norður-Kórea láti af kjarnorkuvopnaáætlun sinni áður en efnahagsþvingunum verði aflétt. Ri sagði þessa áætlun Bandaríkjamanna vera draumórakennda.

Bandaríkin hafa samþykkt þrjár ályktanir er varða efnahagsþvinganir í Norður-Kóreu á síðustu tólf mánuðum. Ri segir að afvopnun á Kóreuskaga kæmi ekki til greina nema traust ríki milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Hann fullyrti í ávarpi sínu að ríkisstjórn Norður-Kóreu hefði hætt öllum kjarnorkuvopnatilraunum og að vilji væri til að byggja upp traust milli ríkjanna.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í höfuðstöðvum SÞ í New …
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í höfuðstöðvum SÞ í New York þessa dagana. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert