Bar kennsl á árásarmanninn

Alexander Petrov og Ruslan Boshirov.
Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. AFP

Kona, búsett í austurhluta Rússlands, hefur borið kennsl á einn þeirra sem eru grunaðir um árásina á Skripal-feðginin í Salisbury fyrr á árinu. Um er að ræða starfsmann rússnesku leyniþjónustunnar, Anatolí Chepiga, sem hefur verið sæmdur hetju-heiðursorðu Rússlands. 

Staðfesting konunnar við fréttamenn BBC styður niðurstöður hóps rannsóknarblaðamanna hjá  Bellingcat sem komust að þeirri niðurstöðu að Chepiga væri einn þeirra væri sem stóðu að árásinni. Maðurinn sjálfur segir í samtali við rússneska ríkissjónvarpið að hann heiti Ruslan Bashirov og sé óbreyttur borgari. 

Samkvæmt heimildum BBC er breska lögreglan á sama máli og blaðamenn Bellingcat og telur lögreglan að mennirnir sem stóðu að árásinni hafi notað fölsk nöfn. 

Rússnesk stjórnvöld neita því að hafa komið að Novichok eiturvopnaárásinni á fyrrverandi njósnara KGB, Sergei Skripal og Juliu dóttur hans 4. mars.

Blaðamenn BBC fóru til þorpsins Beríozocka, sem er um átta þúsund km austur af Moskvu en þar ólst Anatolí Chepiga upp. Þorpið er skammt frá landamærum Kína. Þar hittu þeir konuna sem þekkti Anatolí strx á myndum sem Bellingcat hefur birt. Hún staðfesti jafnframt að mynd bresku lögreglunnar af „Ruslan Boshirov“ væru af Chepiga.

Konan þekkti foreldra hans og hann einnig og að hann væri háttsettur í rússneska hernum. Hann hafi til að mynda barist á stríðssvæðum fyrir rússneska herinn en BBC er fyrstu útlendi fjölmiðillinn sem kemur til þorpsins eftir að skýrsla Bellingcat kom út. Konan óttast um líf sitt og bað því um að fá að koma fram nafnlaust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert