Í örvæntingu að skrapa saman peningum

Flugvél flugfélagsins Primera Air í loftinu.
Flugvél flugfélagsins Primera Air í loftinu.

Þúsundir breskra flugfarþega voru strandaglópar í Bandaríkjunum og í Evrópu í gærkvöldi vegna gjaldþrots flugfélagsins Primera Air.

Fram kemur í umfjöllun Independent að farþegar á Stansted-flugvelli í London hafi fengið tíðindi af gjaldþrotinu er þeir biðu eftir flugi til New York og Washington DC.

Þar segir að á síðasta ári hafi verið tilkynnt um metnaðarfullar áætlunarferðir frá Stansted og Birmingham til New York, Boston, Washington og Toronto, auk áfangastaða í Evrópu á borð við Spán. Áður en ferðirnar gátu hafist varð flugfélagið aftur á móti að hætta við nokkrar áætlunarferðir. Síðar í þessum mánuði áttu svo að hefjast áætlunarferðir frá Manchester til Malaga á Spáni.

Nú sé ljóst að enn eitt lággjaldaflugfélagið sé búið að vera.  

Frá London.
Frá London. mbl.is/Atli Steinn

300 þúsund króna aukakostnaður

BBC greinir frá því að farþegar sem ætluðu að fljúga frá London til New York eða Washington hafi verið beðnir um að mæta ekki á flugvöllinn. Rætt er við Angela Darou frá Kanada sem stóð í biðröð vegna flugs frá París til Toronto ásamt eiginmanni sínum þegar tilkynnt var að hætt hefði verið við flugferðina.

„Allir voru strandaglópar. Ég og maðurinn minn erum á slöppu móteli rétt hjá flugvellinum og reynum í örvæntingu að skrapa saman nógu miklum peningum til að komast heim á annan hátt,“ sagði hún.

Ferðalagið átti að vera ódýrt en mun líklega kosta þau um 300 þúsund krónur aukalega.

Frá Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington í Bandaríkjunum.
Frá Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington í Bandaríkjunum. AFP

Um 200 þúsund danskir farþegar á ári

Danski fréttamiðillinn Politiken segir að gjaldþrot Primera hafi áhrif á marga danska farþega og nefnir að flugfélagið hafi flutt um 200 þúsund danska farþega á hverju ári.

Bandaríska vefsíðan USA Today fjallar einnig um gjaldþrotið og segir að fjöldi farþega hafi orðið strandaglópar eftir að sjö flugferðum var aflýst á milli Bandaríkjanna og Evrópu í gær.

Fram kemur að Primera Air hafi í ágúst hafið áætlunarferðir á milli flugvallarins Washington Dulles og London með fimm vikulegum flugferðum. Til stóð að fjölga þeim.

Vitnað er í tilkynningu frá flugfélaginu þar sem tilkynnt var um þrjár nýjar áætlunarferðir á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Til stóð að fljúga til Brussel frá Boston-flugvelli, Newark Liberty og Washington Dulles.

mbl.is
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...