Yfir þúsund saknað eftir skjálftann

Talið er að yfir þúsund manns sé enn saknað eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna í Indónesíu. Ljóst er að í það minnsta 1.558 létust. 

Einna verst er ástandið í borginni Palu á eyjunni Sulawesi. Í raun er borgin rústir einar. Óttast er að margir hafi grafist undir rústum stórra fjölbýlishúsa í Balaroa en þar varð jarðvegurinn gegnsósa. Talsmaður björgunarsveitanna á vettvangi segir að um þúsund hús hafi grafist í aurnum og því megi gera ráð fyrir að yfir þúsund manns sé enn saknað. 

Neyðargögn eru nú loks tekin að berast til eyjunnar en í fyrstu töldu stjórnvöld í Indónesíu að þau réðu við ástandið. Sameinuðu þjóðirnar segja að um 200 þúsund manns þurfi á neyðaraðstoð að halda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert