158 milljóna króna listaverk tætt

Eitt af frægum verkum Banksys. Hver hann nákvæmlega er er …
Eitt af frægum verkum Banksys. Hver hann nákvæmlega er er ekki á almannavitorði. AFP

Stensill með málverkinu „Stúlka með rauða blöðru“ (e. girl with red balloon) eftir dularfulla listamanninn Banksy var seld á uppboði fyrir yfir eina milljón punda, en var rifin í tætlur augnablikum síðar. 

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Á uppboði hjá listaverkamiðlaranum Sotheby's í London var áðurnefnt verk selt síðast allra verka fyrir 1,042 milljónir punda, jafnvirði um 158 milljóna króna. Verkið eru eitt af þekktustu verkum Banksy, en hver nákvæmlega Banksy er, hefur aldrei komið í ljós. 

Augnablikum eftir að uppboðinu lauk fór striginn með málverkinu í gegnum pappírstætara sem falinn var inni í ramma myndarinnar, var myndin þar með rifin í tugi strimla.

Banksy setti á Instagram mynd af augnablikinu þegar striginn fór í gegnum tætarann með textanum: „Að fara, að fara, farin...“, og vísaði þar með til orðalags á uppboðinu.

Ekki fylgir með fréttinni hver það er sem greiddi svo háa fjárhæð fyrir myndina góðu eða hver viðbrögð einstaklingsins voru þegar hann fékk rifinn strigann í hendurnar.

View this post on Instagram

Going, going, gone...

A post shared by Banksy (@banksy) on Oct 5, 2018 at 6:45pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert