Kavanaugh samþykktur

AFP

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur kosið og samþykkt Brett Kavanaugh sem næsta hæstaréttardómara landsins. Hlaut hann kjör með 50 atkvæðum gegn 48 og er kjörið það naumasta sem hæstaréttardómari hefur hlotið í 137 ár.

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum dómaraefni Bandaríkjaforseta, en þrjár konur hafa stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni og ofbeldi.

Fjöldi fólks mótmælir á götum Washington og ber skilti þar ...
Fjöldi fólks mótmælir á götum Washington og ber skilti þar sem Kavanaugh er m.a. kallaður „hæstaréttarlygari“. AFP

Kavanaugh hlaut kjör í öldungadeild þingsins á meðan hið minnsta þúsund mótmæltu á götum Washingtonborgar.

Nokkrum sinnum trufluðu reiðir mótmælendur á áhorfendapöllum þingsins atkvæðagreiðsluna, en kjör Kavanaugh er talið vera stærsti sigurinn í forsetatíð Donalds Trump.

Ekki hefur verið svo mjótt á munum í atkvæðagreiðslu um hæstaréttardómara síðan 1881, þegar dómaraefni James Garfield, Stanley Matthews, var kjörið með 24 atkvæðum gegn 23.Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
byggingu og endurnýjun verk
Ég mun gera allar minniháttar byggingar og endurbætur. Skrifaðu tölvupóstfang r....
Hreinsa rennur
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...