Montserrat Caballé látin

Caballé var ein ástsælasta sópransöngkona samtímans.
Caballé var ein ástsælasta sópransöngkona samtímans. AFP

Spænska sópransöngkonan Montserrat Caballé er látin, 85 ára að aldri. Caballé hafði þjáðst af heilsukvillum um nokkurt skeið og var lögð inn á spítala í heimaborg sinni Bercelona í september. 

BBC greinir frá.

Ferill Caballé spannaði hálfa öld en hún náði heimsfrægð árið 1965 þegar hún söng titilhlutverkið í Lucrezia Borgia í Carnegie Hall í New York. Þá söng hún á ferlinum einnig með heimsfrægum óperusöngvurum á borð við Luciano Pavarotti og Placido Domingo.  

Hún varð  líklega frægust fyrir að hafa árið 1987 flutt lagið Barcelona með Freddie Mercury sem síðar varð einkennissöngur Ólympíuleikanna í Barcelona 1992, ári eftir að Freddie Mercury lést.

Ásamt því að hafa gullfallega rödd þótti hún hafa ómótstæðilegan persónuleika og bera af hvað dramatíska túlkun varðaði.

Caballé í Simon Boccanegra í Orange í S-Frakklandi árið 1985.
Caballé í Simon Boccanegra í Orange í S-Frakklandi árið 1985. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert