Tveir látnir í kjölfar flóðbylgju

Öflug alda skellur í skerjagarðinum á Jeju-eyju.
Öflug alda skellur í skerjagarðinum á Jeju-eyju. AFP

Tveir eru látnir og eins er saknað eftir að flóðbylgjan Kong-Rey skall á Suður-Kóreu fyrr í dag. Almannavarnir S-Kóreu sögðu frá því að 66 ára gamall maður hafi látist þegar hann var að ganga yfir brú í borginni Gwangju í suðurhluta landsins. Þá fannst annar maður látinn eftir að hafa skolað á brott í á í suðurhluta landsins.

Með flóðbylgjunni fylgdi úrhellisrigning sem hófst í gær en lauk síðdegis þar eystra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert