Neyðarástandi lýst yfir vegna Mikaels

Íbúar í Flórída búa sig undir fellibylinn Mikael sem mun …
Íbúar í Flórída búa sig undir fellibylinn Mikael sem mun koma að landi síðdegis á morgun. AFP

Fellibylurinn Mikael sem stefnir á austurströnd Bandaríkjanna flokkast nú sem annars stigs fellibylur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í 35 sýslum og 120.000 íbúum í Bay-sýslu hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Vindhraði hefur náð yfir 45 metra á sekúndu og hefur Rick Scott, ríkisstjórinn í Flórída, varað við að mikil eyðilegging geti fylgt fellibylnum.

Mikael er staddur á Mexíkóflóa og talið er að hann muni koma að landi við Flórída síðdegis á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá banda­rísku felli­bylja­stofn­un­inni (NHC) mun ólgu­sjór, hellirign­ing og ógn­ar­sterk­ir vind­ar fylgja Mikael sem ógnað geti heilsu og lífi manna. Ofs­arign­ing­in gæti kallað fram „lífs­hættu­leg skyndiflóð“, allt að 3,5 metra að dýpt, seg­ir NHC.

2.500 manns úr þjóðvarðliði Bandaríkjanna eru í viðbragðsstöðu vegna fellibylsins. Líkur eru á að Mikael verði orðinn þriðja stigs fellibylur þegar hann nær landi.

Fellibylurinn Mikael nálgast austurströnd Bandaríkjanna og gæti flokkast sem þriðja …
Fellibylurinn Mikael nálgast austurströnd Bandaríkjanna og gæti flokkast sem þriðja stigs fellibylur þegar hann nær landi á morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert