Einn látinn í kjölfar fellibylsins

Eyðileggingin blasir við í Panama City í Flórída.
Eyðileggingin blasir við í Panama City í Flórída. AFP

Einn hefur látist í óveðrinu sem geisar í Flórída en mikil eyðilegging blasir þar við í kjölfar fellibylsins Mikael. Sá sem lést varð undir tré.

Tæplega 300 þúsund eru án rafmagns í Flórída og rúmlega 40 þúsund eru einnig án rafmagns í Georgiu og Alabama.

Íbúar í Flórída hafa verið varaðir við því að hættan sé ekki liðin hjá þrátt fyrir að fellibylurinn sé að færast í átt að Georgiu.

Felli­byl­ur­inn Mika­el varð fjórða stigs felli­byl­ur og er hann sá ...
Felli­byl­ur­inn Mika­el varð fjórða stigs felli­byl­ur og er hann sá öfl­ug­asti sem skollið hef­ur á norðvest­ur­hluta Flórída í heila öld. AFP

Neyðarástandi hafði verið lýst yfir í Flórída, Georgíu og Alabama en 370.000 íbúum Flórída var skipað að flýja heimili sín lengra inn í landið en flóðbylgjur gætu orðið allt að 3,7 metrar. 

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Nudd Nudd Nudd
Whole body massage S. 7660348,Alena...