Mátti neita að baka kökuna

Bakarískeðjan Asher‘s Baking Company neitaði árið 2014 að útbúa köku ...
Bakarískeðjan Asher‘s Baking Company neitaði árið 2014 að útbúa köku fyrir aðgerðasinnann Gareth Lee.

Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að bakaríi í Norður-Írlandi hafi verið heimilt að neita að baka köku með skilaboðunum „Styðjum hjónaband samkynhneigðra“. Hæstaréttardómararnir fimm voru einróma í niðurstöðu sinni, en neðri dómstólar höfðu dæmt bakaríið fyrir mismunun á grundvelli kynhneigðar.

Bakarískeðjan Asher‘s Baking Company neitaði árið 2014 að útbúa köku fyrir aðgerðasinnann Gareth Lee, sem sýna átti Sesamstrætis-brúðurnar Bert og Enie ásamt merki baráttuhópsins Queerspace og skilaboðunum „Styðjum hjónaband samkynhneigðra“.

Lee leitaði rétt­ar síns og komst dóm­ari í mál­inu að þeirri niður­stöðu að baka­ríið hefði brotið gegn jafn­rétt­is­lög­um og sektaði það um 500 pund, jafn­v­irði um 70.000 ís­lenskra króna. Ashers áfrýjaði dómnum, sem var staðfestur á æðra dómstigi, en nú hefur Hæstiréttur snúið honum við.

Eigendur bakarísins hafa alltaf borið fyrir sig að neitunin hafi snúist um skilaboðin á kökunni, en ekki kynhneigð viðskiptavinarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...