Mátti neita að baka kökuna

Bakarískeðjan Asher‘s Baking Company neitaði árið 2014 að útbúa köku …
Bakarískeðjan Asher‘s Baking Company neitaði árið 2014 að útbúa köku fyrir aðgerðasinnann Gareth Lee.

Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að bakaríi í Norður-Írlandi hafi verið heimilt að neita að baka köku með skilaboðunum „Styðjum hjónaband samkynhneigðra“. Hæstaréttardómararnir fimm voru einróma í niðurstöðu sinni, en neðri dómstólar höfðu dæmt bakaríið fyrir mismunun á grundvelli kynhneigðar.

Bakarískeðjan Asher‘s Baking Company neitaði árið 2014 að útbúa köku fyrir aðgerðasinnann Gareth Lee, sem sýna átti Sesamstrætis-brúðurnar Bert og Enie ásamt merki baráttuhópsins Queerspace og skilaboðunum „Styðjum hjónaband samkynhneigðra“.

Lee leitaði rétt­ar síns og komst dóm­ari í mál­inu að þeirri niður­stöðu að baka­ríið hefði brotið gegn jafn­rétt­is­lög­um og sektaði það um 500 pund, jafn­v­irði um 70.000 ís­lenskra króna. Ashers áfrýjaði dómnum, sem var staðfestur á æðra dómstigi, en nú hefur Hæstiréttur snúið honum við.

Eigendur bakarísins hafa alltaf borið fyrir sig að neitunin hafi snúist um skilaboðin á kökunni, en ekki kynhneigð viðskiptavinarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert