Dregur úr mætti Mikaels

Þúsundir eru án rafmagns í Flórída og fjölmörg heimili og hafnir eru rústir einar. Að minnsta kosti tveir eru látnir frá því Mikael kom að landi fyrir hálfum sólarhring. Mikael var fjórða stigs fellibylur þegar hann kom að landi en hann er nú skráður sem hitabeltisstormur þar sem mjög hefur dregið úr styrk hans.

En Mikael er ekki af baki dottinn og lætur íbúa Georgíu finna fyrir styrk sínum í úrhelli og stormi. 11 ára gamalt barn lést í Seminole-sýslu í Georgíu og samkvæmt heimildum CNN lést barnið á heimili sínu en ekki hefur verið upplýst nánar um dánarorsök barnsins annað en að einhver þungur hlutur hafnaði á húsi fjölskyldunnar. Í gær var greint frá því að maður hafi látist þegar hann varð undir tré í Flórída. 

Áður höfðu að minnsta kosti 13 látist í þremur ríkjum Mið-Ameríku þegar Mikael fór þar um. Sex í Hondúras, fjórir í Níkaragva og þrír í El Salvador. Yfir 370 þúsund íbúum Flórída var gert að yfirgefa heimili sitt áður en Mikael kom að landi en margir þeirra hunsuðu tilskipun yfirvalda.

Um 500 þúsund íbúar Flórída, Alabama og Georgíu eru án rafmagns og útgöngubann er í gildi í átta sýslum Flórída. Eitthvað hefur verið tilkynnt um gripdeildir í Flórída og nokkrir handteknir í Bay-sýslu samkvæmt frétt CNN. 

mbl.is
Ný Bridgestone dekk
Ný Bridgstone ónotuð 4 sumardekk til sölu 18 tommu, 225/40 R 18, Verð aðeins 60 ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...