„Fellibylurinn var algjört skrímsli“

Frá Panama City.
Frá Panama City. AFP

Eyðileggingin blasir við í Panama City í Flórída eftir að fellibylurinn Mikael kom á land í gær. „Líf fjölda fólks hefur breyst að eilífu. Fjölmargar fjölskyldur hafa misst allt sitt,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri í Flórída.

Að minnsta kosti tveir eru látnir en óttast er að þeir verði fleiri. Mikael var fjórða stigs fellibylur þegar hann kom að landi en mjög hefur dregið úr styrk hans þar sem hann fer yfir Karólínu-ríkin.

„Fellibylurinn var algjört skrímsli og við eigum enn eftir að átta okkur almennilega á eyðileggingunni,“ bætti Scott við. Hjálparsveitir aðstoða fólk en fjölmargir eru án vatns og matar.

Enn eru um 400 þúsund íbúar í Flórída án rafmagns en fellibylurinn er sá öfl­ug­asti sem skollið hef­ur á norðvest­ur­hluta Flórída í heila öld.

Áður höfðu að minnsta kosti 13 lát­ist í þrem­ur ríkj­um Mið-Am­er­íku þegar Mika­el fór þar um. Sex í Hond­úras, fjór­ir í Ník­aragva og þrír í El Sal­vador. Yfir 370 þúsund íbú­um Flórída var gert að yf­ir­gefa heim­ili sitt áður en Mika­el kom að landi en marg­ir þeirra hunsuðu til­skip­un yf­ir­valda.

mbl.is
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Honda Jass 2013
Til sölu Honda Jass árgerð 2013 ekinn 70.000 sjálfsk Góður og vel með farinn bil...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...