Neyddust til að nauðlenda

Nick Hague og Alexey Ovchinin áður en þeir héldu í ...
Nick Hague og Alexey Ovchinin áður en þeir héldu í stutta ferð í morgun. AFP

Ástand geimfaranna Alexey Ovchinin og Nick Hague er sagt ágætt eftir að eldflaug sem átti að bera þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar drap á sér í miðju flugi og þeir þurftu að framkvæma neyðarlendingu.

Rússinn Ovchinin og Bandaríkjamaðurinn Hague lentu heilu og höldnu í Kasakstan. Samkvæmt Nasa felst neyðarlending sem þessi í því að geimfarið kemur til jarðar á mun meiri hraða en við eðlilega lendingu.

Eldflaugin drap á sér í lofti.
Eldflaugin drap á sér í lofti. AFP

Eldflaugin hafði farið í loftið klukkan 14.40 að staðartíma í Kasakstan áleiðis til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þegar eldflaugin drap á sér tókst þeim að skilja geimfarið frá eldflauginni og fallhlífar báru þá til jarðar.

Ferðin átti að vera sú fyrsta sem Hague færi í út í geim og áttu þeir félagar að dvelja í sex mánuði í geimstöðinni þar sem unnið er að rannsóknum.

Frétt BBC.

mbl.is
Antiksalan
Vöruúrval fyrir fagurkera Gjafavöru, jólaskeiðar, jólaóróar, jólaplattar, B&G po...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...