Segir engan sæta meira einelti

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, virðir hér pýramídana fyrir sér í …
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, virðir hér pýramídana fyrir sér í opinberri heimsókn til Egyptalands. AFP

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, segir herferð sína gegn einelti í netheimum vera til komna vegna þess að „engin í heiminum sæti meira einelti“ en hún.

Í viðtali við fréttastofu ABC-sjónvarpsstöðvarinnar kvaðst forsetafrúin einnig ekki treysta öllum þeim sem starfað hafa í Hvíta húsinu. Viðtalið var tekið upp í opinberri heimsókn hennar til fjögurra Afríkuríkja í síðustu viku.

„Ég gæti sagt að ég sú manneskja í heiminum sem sætir mestu einelti,“ sagði Trump og kvaðst vera ein þeirra sem hvað mestu einelti sætir er þáttastjórnandinn Tom Llamas spurði hana nánar út í orð hennar.

Þá spurði hann hana hvort hún væri einn af hliðvörðum forsetans. „Ég vildi óska að svo væri,“ sagði hún og hló.

Forsetafrúin kvaðst enn fremur ekki treysta öllum þeim sem hafa unnið í Hvíta húsinu og að hún hefði verið heiðarleg í ráðgjöf sinni til forsetans hvað það varðar.

„Ekki allir þeirra starfa þar enn þá,“ sagði Trump er hún var spurð til hvaða aðgerða forsetinn hefði gripið. „Það er erfiðara að stjórna,“ bætti hún við. „Maður þarf alltaf að vera að líta um öxl.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert