Tveir fórust í flóðum

Mikil eyðilegging varð í flóðunum á Majorka.
Mikil eyðilegging varð í flóðunum á Majorka. AFP

Að minnsta kosti tveir létust er flóð hrifu nokkra bíla með sér í kjölfar mikilla rigninga í suðurhluta Frakklands í nótt. 

Óveðrið sem nú gengur yfir Miðjarðarhafið og nágrenni varð að minnsta kosti tíu að bana á spænsku eyjunni Majorka og varð til þess að brú hrundi á ítölsku eyjunni Sardiníu.

Tvö lík hafa fundist í suðurhluta Frakklands. Fundust þau í bíl sem hafði farið á hvolf í flóðum í nágrenni bæjarins Sainte-Maxime.

Talið er að bíllinn hafi verið  meðal nokkurra sem vatnsflaumurinn hreif með sér er áin Garonnette flæddi yfir bakka sína. Í nótt mældist úrkoma á svæðinu um 200 millimetrar. Sextán manneskjum var bjargað.

Á Majorka leita björgunarsveitir enn fimm ára gamals drengs og tveggja þýskra ferðamanna sem saknað er í kjölfar flóðanna sem þar urðu.

mbl.is
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...