Tveir fórust í flóðum

Mikil eyðilegging varð í flóðunum á Majorka.
Mikil eyðilegging varð í flóðunum á Majorka. AFP

Að minnsta kosti tveir létust er flóð hrifu nokkra bíla með sér í kjölfar mikilla rigninga í suðurhluta Frakklands í nótt. 

Óveðrið sem nú gengur yfir Miðjarðarhafið og nágrenni varð að minnsta kosti tíu að bana á spænsku eyjunni Majorka og varð til þess að brú hrundi á ítölsku eyjunni Sardiníu.

Tvö lík hafa fundist í suðurhluta Frakklands. Fundust þau í bíl sem hafði farið á hvolf í flóðum í nágrenni bæjarins Sainte-Maxime.

Talið er að bíllinn hafi verið  meðal nokkurra sem vatnsflaumurinn hreif með sér er áin Garonnette flæddi yfir bakka sína. Í nótt mældist úrkoma á svæðinu um 200 millimetrar. Sextán manneskjum var bjargað.

Á Majorka leita björgunarsveitir enn fimm ára gamals drengs og tveggja þýskra ferðamanna sem saknað er í kjölfar flóðanna sem þar urðu.

mbl.is
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
Jólagleði www.kurr.is O Mons Royale mer
Jólagleði www.kurr.is ? Mons Royale merino ullarföt ? Peaty´s hjólasápur ? Knoll...