Ætlar að eiga tætt málverk eftir Banksy

Þegar verið var að taka verkið úr uppboðsrammanum kom í ...
Þegar verið var að taka verkið úr uppboðsrammanum kom í ljós að pappírstætara hafði verið komið fyrir neðst í rammanum. Uppboðsgestum brá óneitanlega við atvikið. AFP

Kona sem keypti stensil með málverkinu „Stúlka með rauða blöðru“ (e. Girl with red balloon) á uppboði í London fyrir skömmu hefur ákveðið að eiga málverkið, þrátt fyrir að það hafi verið rifið í tætlur örskömmu eftir að kaupin voru frágengin.

„Í fyrstu var mér mjög brugðið, en svo áttaði ég mig á því að ég stend uppi með sögulegt listaverk,“ hefur BBC eftir konunni, sem kýs ekki að koma fram undir nafni.

Málverkið var á upp­boði hjá lista­verka­miðlar­an­um Sot­heby's í London bauð konan rúm milljón pund, jafn­v­irði um 158 millj­óna króna, fyrir verkið, sem er eitt af þekkt­ustu verk­um Banksy. Hver ná­kvæm­lega Banksy er hef­ur hins vegar aldrei komið í ljós.

Augna­blik­um eft­ir að upp­boðinu lauk fór strig­inn með mál­verk­inu í gegn­um papp­ír­stæt­ara sem fal­inn var inni í ramma mynd­ar­inn­ar, var mynd­in þar með rif­in í tugi strimla. Myndskeið af atkvikinu má sjá hér:

Banksy setti á In­sta­gram mynd af augna­blik­inu þegar strig­inn fór í gegn­um tæt­ar­ann með text­an­um: „Að fara, að fara, far­in...“, og vísaði þar með til orðalags á upp­boðinu.

Kaupandinn hefur ekki gefið sig fram en fyrirtæki í hennar umboði, Pest Control, segir að verkið hafi fengið nýjan titil: „Ástin fór í ruslið,“ eða: Love is in the Bin. Konan greiddi uppsett verð, þ.e. upphæðina sem hún bauð í verkið, fyrir málverkið.

Forsvarsmönnum listaverkamiðlarans sem stóð fyrir uppboðinu hefur ekki enn tekist að komast til botns í því hvernig tókst að koma pappírstætaranum fyrir í rammanum sem verkið var boðið upp í.

Verkið verður til sýnis í höfuðstöðvum Sotheby á New Bond Street í London um helgina.

mbl.is