Friðarsamkomulag aðeins tímaspursmál

Moon er sannfærður um að friðarsamkomulagi náist sem fyrst.
Moon er sannfærður um að friðarsamkomulagi náist sem fyrst. AFP

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu segir það aðeins tímaspursmál hvenær Bandaríkin og Norður-Kórea lýsi því yfir að stríðinu á Kóreuskaganum sé formlega lokið. Stríðinu lauk tæknilega séð með vopnahléi árið 1953 en friðarsamkomulag var aldrei undirritað.

Moon ræddi þessi mál við BBC, en foreldrar hans flúðu frá Norður-Kóreu árið 1953 og snéru aldrei til baka. Hann segist þó gera ráð fyrir því að einhverir diplómatískir árekstrar muni eiga sér stað þegar hann reynir að fá Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til að fallast á að hætta þróun kjarnorkuvopna. Moon segir Kim þó vera „heiðarlegan“.

Hann vonast til að leiðtogar Evrópuríkja muni aðstoða við að miðla málum á milli Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ef viðræðurnar dragast á langinn. Moon og Kim hafa hist þrisvar á þessu ári, en sá fyrrnefndi hefur verið milligöngumaður í viðræðum Kim og Trump.

Moon segist hafa átt góð samtöl við Donald Trump.
Moon segist hafa átt góð samtöl við Donald Trump. AFP

Moon segir í samtali við BBC að hann hafi átt góð samtöl við bandaríkjaforseta og aðra bandaríska embættismenn um að ljúka stríðinu formlega með yfirlýsingu. „Ef Norður-Kórea gerir ákveðnar ráðstafanir þá gæti friðarsamkomulag verið pólitísk yfirlýsing um að langvarandi óvinveittu sambandi á milli Pyongyang og Washington sé lokið.“

Moon segist vilja að þetta gerist sem allra fyrst og stendur í þeirri trú að þetta sé sameiginlegur vilji stjórnvalda í Bandaríkjunum og í Suður-Kóreu.

Í september varð Moon fyrsti forseti Suður-Kóreu til að flytja ræðu í Norður-Kóreu þegar hann heimsótti höfuðborg landsins. Ræðuna hélt hann á stórum áróðursfundi og uppskar lófaklapp 150 þúsund áhorfenda.

Moon telur að undirritun friðarsamkomulags geti orðið sterk pólitísk yfirlýsing …
Moon telur að undirritun friðarsamkomulags geti orðið sterk pólitísk yfirlýsing um bætt samskipti Bandríkjanna og Norður-Kóreu. AFP

„Ég var mjög stressaður yfir því að halda þessa ræðu. Ég varð að minnast á kjarnorkuafvopnun og jákvæð viðbrögð fólksins í Norður-Kóreu voru mjög mikilvæg. Ég varð að segja eitthvað sem bæði fólkinu í landinu líkaði að heyra, sem og alþjóðasamfélaginu. Þannig þetta var ekki auðvelt verkefni.“

Moon segir Kim ekki hafa sett honum nein skilyrði varðandi ræðuna. „Hann vildi ekki einu sinni vita hvað ég ætlaði að segja Ég hef trú á því þetta sé til marks um breytingarnar sem eru að eiga sér stað í Norður-Kóreu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert