Stærsta ríki sem hefur leyft kannabis

Þessi er tekin á 4/20 árið 2016 í Kanada. Þarna …
Þessi er tekin á 4/20 árið 2016 í Kanada. Þarna börðust menn fyrir rétti sínum til að reykja gras. Kosið var um leyfi fyrir því í sumar, 18. júní 2018. AFP

Kannabis verður leyft í Kanada á miðvikudaginn. Þar með verður Kanada stærsta ríki í heiminum til að afnema bann við efninu á landsvísu. Framleiðendur eru tilbúnir að framleiða það í tonnavís.

Ekki liggur fyrir hvaða afleiðingar þetta kann að hafa í för með sér en neysla kannabisefna er þegar töluverð í landinu. Ekki er að sjá að draga muni úr henni við þessa breytingu.

Leyfið tekur gildi strax á miðvikudaginn, 17. október. Það gildir vítt og breitt um allt Kanada. Aldurstakmarkið verður 18 ára og reykingar efnisins verða leyfðar alls staðar þar sem má þegar reykja tóbak.

Þá verður kannabissala heimil hvar sem er, bæði í verslunarmiðstöðvum og á netinu. Það hefur verið örðugt ferli fyrir söluaðila að öðlast réttindin sem til þarf og fæstir sem vilja selja kannabis ná að fá leyfið í tæka tíð fyrir lögleiðingu. Þeir þurfa að bíða aðeins.

Í Bresku-Kólumbíu hefur til dæmis aðeins ein verslun þegar fengið leyfi frá ríkinu til að hefja sölu strax á miðvikudaginn. Svo vill til að það er einmitt verslun í ríkisrekstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert