Gíslataka á aðallestarstöðinni í Köln

Aðallestarstöðin í Köln hefur verið rýmd vegna gíslatöku.
Aðallestarstöðin í Köln hefur verið rýmd vegna gíslatöku. AFP

Aðallestarstöðin í þýsku borginni Köln hefur verið rýmd eftir að tilkynning barst um gíslatöku. Að sögn þýsku lögreglunnar tók vopnaður maður konu sem gísl í apóteki á lestarstöðinni.

Fregnir hafa borist af því að skotið hafi verið úr byssu á svæðinu en það hefur ekki fengist staðfest.

Rýmingu á lestarstöðinni er lokið og greinir lögreglan í Köln frá því á Twitter að ekkert mannfall hafi orðið á lestarstöðinni í tengslum við gíslatökuna.

Lögreglan vaktar svæðið og hefur lestarferðum til og frá stöðinni verið frestað um óákveðinn tíma.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert