Myrtu „stjórnlausir morðingjar“ Khashoggi?

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn að „stjórnlausir morðingjar“ standi á bak við hvarf sádi-arabíska blaðamannsins Jamal Khashoggis. Trump lét þessi orð falla eftir símtal sem hann átti við Salm­an Sáda­kon­ung­ sem hann sagði harðneita að vita hvað hafi orðið af Khashoggi.

Khashoggi, sem var gagn­rýn­inn á stjórn­völd í heimalandi sínu, kom á sádi-ar­ab­ísku ræðismanns­skrif­stof­una í Tyrklandi 2. októ­ber til þess að verða sér úti um op­in­bera papp­íra þannig að hann gæti gengið að eiga tyrk­neska unn­ustu sína. Ekk­ert hef­ur spurst til hans síðan.

Sagði Trump Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, nú þegar vera á leið til Sádi-Arabíu.

Neitunin „mjög, mjög kröftug“

Tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í dag að tyrknesk og sádi-arabísk rannsóknarlögregla muni gera húsleit á ræðismannsskrifstofunni í dag. Tyrknesk yfirvöld telja Khashoggi hafa verið myrtan á ræðismannsskrifstofunni, en því neita stjórnvöld í Sádi-Arabíu.

Trump sagði neitun Salman konungs hafa verið „mjög, mjög kröftuga“. „Í mín eyru hljómaði þetta eins og þetta gætu hafa verið stjórnlausir morðingjar,“ sagði forsetinn. „Hver veit?“

Málið hef­ur valdið diplóma­tísk­um titr­ingi og hef­ur óháðrar rann­sókn­ar verið kraf­ist frá ríkj­um víða á Vest­ur­lönd­um. Þá var greint frá því fyrr í dag að Sádakonungur hefði fyrirskipað rannsókn á málinu.

„Konungur hefur skipað ríkissaksóknara að hefja innri rannsókn á Khashoggi málinu sem byggja á á niðurstöðum sem sameiginlega teymið í Istanbúl kemst að,“ hefur Reuters fréttastofan eftir heimildamanni.

Fjölgar í röðum stjórnenda sem hætta við

BBC segir viðbrögð konungs koma í kjölfar þess að sífellt fleiri valdamenn í viðskiptalífinu tilkynna að þeir ætli ekki að taka þátt í fjárfestingaráðstefnu sem haldin verður í Riyadh síðar í mánuðinum.

Jamie Dimon, yfirmaður JP Morgan, er sá síðasti í röð hátt settra stjórnenda sem hætti við þátttöku í ráðstefnunni sem ber heitið „Davos í eyðimörkinni“ og sem beina á athyglinni að umbótatillögum krónprinsins Mohammed bin Salmans.

Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Salm­an Sáda­kon­ungi dag. Sagði …
Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Salm­an Sáda­kon­ungi dag. Sagði Trump hann neita því kröftuglega að vita hver örlög Khashoggis eru. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert