„Trump stendur 100% með mér“

Jim Mattis við komuna til Ho Chi Minh í morgun.
Jim Mattis við komuna til Ho Chi Minh í morgun. AFP

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, segir að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi fullvissað hann um að hann nyti fulls trausts en sólarhring áður hafði Trump sagt í sjónvarpsviðtali að framtíð Mattis í starfi væri óviss.

Mattis ræddi við fréttamenn í morgun við komuna til Ho Chi Minh-borgar í Víetnam frá Washington en Mattis er að hefja vikulangt ferðalag um Asíu. 

Mattis sagðist hafa talað beint við Trump í síma í nótt. „Hann sagði ég stend 100% með þér,“ sagði mattis við fréttamenn við komuna til Víetnam í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert