Efast um heilsu forsetans

Lögfræðingurinn Michael Avenatti (t.h.) með Stormy Daniels.
Lögfræðingurinn Michael Avenatti (t.h.) með Stormy Daniels. AFP

Michael Avenatti, lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, hefur gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega á Twitter síðasta sólarhringinn. Avenatti segir að forsetinn sé augljóslega farinn að sýna merki vitglapa.

Alríkisdómari vísað á mánudag frá meiðyrðamáli sem Daniels höfðaði gegn forsetanum. Málið höfðaði hún eftir að Trump sakaði hana um blekkingar í tísti á Twitter. Dóm­ar­inn komst að þeirri niður­stöðu að for­set­inn hefði mátt láta um­mælin falla á grund­velli mál­frels­is.

„Líkamlegt ástand Trump er það versta hjá nokkrum forseta í nútímanum og hann hefur sýnt merki vitglapa. Ættum við ekki að búast við því að forsetinn geti sýnt fram á lágmarks líkamlega og andlega heilsu? Ef hann hefur ekki úthald til að sinna starfinu hefði hann ekki átt að taka því,“ skrifaði Avenatti á Twitter í hádeginu.

Í gær sagði Avenatti að Trump væri kvenhatari sem væri Bandaríkjunum til skammar. Einnig spurði hann forsetann hvað hann hefði haldið fram hjá með mörgum konum á meðan eiginkona hans var heima með nýfætt barn þeirra.

Orrahríð Avenatti á Twitter kemur í kjölfar þess að Trump kallaði Daniels „hrossafés“ og úthúðaði henni og Avenatti.

Daniels seg­ir að hún og Trump hafi átt í ást­ar­sam­bandi árið 2006, skömmu eft­ir að hann kvænt­ist Mel­aniu Trump for­setafrú og þau eignuðust sam­an son­inn Barron, en for­set­inn hef­ur vísað því á bug. Fyrr­ver­andi lögmaður Trump, Michael Choen, hef­ur hins veg­ar viður­kennt að hafa greitt henni fyr­ir að þegja um sam­bandið, líkt og for­set­inn hafi fyr­ir­skipað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert