Hverfi Parísar sameinuð

Hverfi Parísar.
Hverfi Parísar.

Fjögur hverfi í miðborg Parísar hafa fengið nýtt nafn en breytingin er liður í breytingum sem miða að því að gera hverfi 1-4 að einu hverfi.

Íbúum í hverfinu var gefinn kostur á að greiða atkvæði um nýtt nafn á sameinað hverfi en valið stóð um Cœurde Paris (Hjarta Parísar), Paris 1 2 3 4 og Paris Centre en síðastnefnda tillagan hlaut flest atkvæði.

Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo.
Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo. AFP

Íbúarnir greiddu einnig atkvæði um hvaða hverfisskrifstofa ætti að verða sameinuð skrifstofa hverfanna eftir breytinguna og varð skrifstofan í þriðja hverfi fyrir valinu en hún fékk 50,49% atkvæða. Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, tilkynnti um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í gær.

Hidalgo hefur barist fyrir því að gera breytingar á hverfaskipan í borginni og að þau verði líkari að stærð. Með því sé lýðræðið jafnara meðal borgarbúa. Til að mynda eru 15 sinnum fleiri íbúar í 15 hverfi heldur en í því fyrsta. Þrátt fyrir breytinguna verður ekki gerð breyting á póstnúmerum og því verða hverfin áfram 20 í París. En borgarstjórarnir, það er hverfisstjórarnir, verða aðeins 17 í stað 20 og skrifstofum fækkar. Af 66.800 íbúum sem búsettir eru í hverfum 1-4 tóku 20% þátt í atkvæðagreiðslunni.

Frétt Le Parisien

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert