Smeygði sér út í gegnum bílakjallarann

Lögregla og slökkviliðsmaður að störfum í Östermalm-hverfinu.
Lögregla og slökkviliðsmaður að störfum í Östermalm-hverfinu. AFP

„Það er ekki þægilegt að vita til þess að eitthvað geti gerst nálægt manni. Maður heldur alltaf að maður sé öruggur,“ segir Anna Katrín Hreinsdóttir, sem býr í Svíþjóð.

Bréf sem innihélt duft var sent í fyrirtæki sem er við hliðina á húsinu þar sem Anna Katrín starfar við Ingmar Bergmans-götu í Östermalm-hverfinu í Svíþjóð.

Mikill viðbúnaður er á svæðinu og hefur nærliggjandi götum verið lokað. Hún segir fyrirtækið sem fékk bréfið sent vera á fjórðu hæð en í húsinu eru mörg fyrirtæki.

AFP

Slökkt á loftræstikerfinu

Anna Katrín var á fundi þegar hún heyrði sírenuvæl sem var óvenjulegt að því að leyti að það hætti ekki. „Svo fengum við tilkynningu um að það væri búið að loka götunni og útganginum út úr húsinu,“ greinir hún frá. Einnig hafði verið slökkt á loftræstikerfinu vegna þess að öll húsin eru sambyggð.

AFP

Eitt fínasta hverfið í Stokkhólmi

Eftir það kom maður frá húsfélaginu á staðinn og lét starfsmennina vita að hægt væri að komast út í gegnum bílakjallarann. „Við fengum ekki neina tilkynningu frá lögreglunni en það var augljóslega mikið að gerast þarna í kring,“ segir Anna Katrín, sem smeygði sér út í gegnum bílakjallarann og ók heim á leið en hún býr í Uppsölum með fjölskyldu sinni. Samstarfsmenn hennar fóru líka heim til sín. 

AFP

Hún starfar á bandarískri ferðaskrifstofu sem kallast Expedia. Aðspurð segir hún hverfið þar sem hún vinnur vera eitt það fínasta í Stokkhólmi og ekki þekkt fyrir neinn vandræðagang. Í húsunum í kring eru til að mynda margar hönnunarverslanir.

Anna Katrín mun starfa heima hjá sér á morgun, sem þó er tilviljun og tengist ekki atburðunum í dag. Hún segir það engu að síður vera ágætt í ljósi aðstæðna.

mbl.is
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...