Duftið til rannsóknar

Af vettvangi í Stokkhólmi í gær.
Af vettvangi í Stokkhólmi í gær. AFP

Níu manns voru fluttir á sjúkrahús þar sem þeir voru afmengaðir eftir að hafa komist í snertingu við torkennilegt duft sem sent var í pósti til fyrirtækis í miðborg Stokkhólms í gær.

Lögregla hefur hafið rannsókn á málinu en fyrirtækið er til húsa við Ingmar Bergmans götu í Östermalm-hverfinu.

Talskona lögreglunnar í Stokkhólmi, Anna Westberg, segir að greinilega hafi tilgangur sendingarinnar verið að hræða einhvern. Ekki sé vitað hvern.

Mikill viðbúnaður var í miðborg Stokkhólms vegna málsins í gær. Götum í nágrenninu var lokað en umferð hleypt um þær að nýju síðar um daginn.

Að sögn lögreglu er frekar um pakka að ræða en bréf en innihald hans er nú til rannsóknar hjá sérfræðingum. Ekkert bendir til þess að um hættulegt efni sé að ræða.

Lögregla og slökkvilið var kallað út í miðborg Stokkhólms þegar …
Lögregla og slökkvilið var kallað út í miðborg Stokkhólms þegar torkennilegt duft fannst í póstsendingu. AFP
Sænska lögreglan að störfum í Stokkhólmi í gær.
Sænska lögreglan að störfum í Stokkhólmi í gær. AFP
Lögreglan í Stokkhólmi lokaði fyrir umferð í kringum Ingmar Bergman-götu.
Lögreglan í Stokkhólmi lokaði fyrir umferð í kringum Ingmar Bergman-götu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert