Lisbet Palme látin

Ljósmynd/Wikipedia.org

Lisbet Palme, ekkja Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er látin. Lisbet var 87 ára þegar hún lést eftir veikindi, en hún var gift manni sínum í 30 ár, frá árinu 1956 þar til hann lést árið 1986, en hann var myrtur þar sem hann var á gangi heim úr kvikmyndahúsi ásamt Lisbet.

Lisbet var fædd 14. mars árið 1931. Hún var barnasálfræðingur og gegndi um tíma embætti formanns Unicef í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert