Fletta ofan af risavöxnu skattsvikamáli

Í heildina tókst þeim sem standa á bak við aðgerðirnar ...
Í heildina tókst þeim sem standa á bak við aðgerðirnar að svíkja um 55 milljarða evra, jafnvirði 7.500 milljarða króna undan skatti í Danmörku, Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi og Ítalíu.

Hópur alþjóðlegra blaðmanna hefur birt gögn sem sýna að nokkrir af stærstu bönkum heims eru flæktir inn risavaxið fjár- og skattsvikamál, líklega það stærsta í sögunni. Í gögnunum, sem nefnast Cumex-skjölin, sést að jafnvirði þúsunda milljarða króna hefur verið svikið undan skatti í ellefu Evrópuríkjum. Skattrannsóknarstjóri hefur fengið vitneskju um gögnin og hyggst skoða innihald þeirra nánar.

Gögnin eru samtals 180.000 blaðsíður og eru afrakstur samvinnu 18 evrópskra fjölmiða, þar á meðal Danska ríkisútvarpsins (DR), Politiken, Le Monde, Die Zeit og þýska ríkissjónvarpsins. Þýska rannsóknarfréttastofan Correctiv sá um verkstjórn.

Gögnin eru samtals 180.000 blaðsíður og eru afrakstur samvinnu 18 ...
Gögnin eru samtals 180.000 blaðsíður og eru afrakstur samvinnu 18 evrópskra fjölmiða. Skjáskot/Cumex-files.com

Bankarnir sem tengjast málinu eru meðal ananrs Morgan Stanley, Barclays, Bank of America, Deutche Bank, J.P. Morgan og Credit Suisee. Svikastarfsemin fór þannig fram, samkvæmt lýsingu í skjölunum, að svikahrapparnir nýttu sér ýmsar gloppu í skattalögum hvers lands fyrir sig, ásamt gloppum í lögum um arðgreiðslur hlutafélaga í hverju landi. Einnig tókst þeim að nýta sér þann mun sem er á löggjöfinni milli landa. Í svæsnustu brotunum er talið að svindlurum hafi tekist að fá sama skattinn endurgreiddan allt að tíu sinnum, að því er fram kemur í frétt DR.

Upphæðirnar skipta þúsundum milljarða króna. Í heildina tókst þeim sem standa á bak við aðgerðirnar að svíkja um 55 milljarða evra, jafnvirði 7.500 milljarða króna undan skatti í Danmörku, Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi og Ítalíu. Bankarnir höfðu beina aðkomu að svikastarfseminni ásamt háttsettum yfirmönnum bankanna.

Brotastarfsemin er rekin allt aftur til ársins 2001 en nýjustu gögnin eru frá 2016.

mbl.is
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
Útsala !!! Bækur..
Tl sölu bækur..Vestur íslenskar æviskrár 1-5 bindi..Hraunkotsætt.. Lygn sreymir...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...