Neita að afhenda Pompeo upptökuna

Frá fundi Mike Pompeo og Mevlut Cavusoglu.
Frá fundi Mike Pompeo og Mevlut Cavusoglu. AFP

Tyrknesk stjórnvöld hafa neitað að afhenda Mike Pompeo eða nokkrum öðrum bandarískum ráðamanni upptöku sem tengist rannsókninni á hvarfi sádi-arabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi.

Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í vikunni þegar ljóst var orðið að Sádi-Arabar, þar á meðal krónprinsinn Mohammed bin Salman, væru grunaðir um að hafa myrt Khashoggi.

Tyrknesk stjónvöld eru sögð hafa undir höndum upptöku sem sannar að Khashoggi hafi verið myrtur og hafa Bandaríkjamenn óskað eftir upptökunni.

„Það er ekki inni í myndinni að Tyrkland afhendi hvers kyns upptöku Pompeo eða nokkrum öðrum bandarískum ráðamanni,“ sagði utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, í yfirlýsingum tveimur dögum eftir fund þeirra Pompeo, en tyrknesk stjórnvöld hafa aldrei staðfest að umrædd upptaka sé til.

mbl.is
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR ÚTSALA er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. ÚTSALA Handskornar kristal...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...