Blóðugur kjördagur í Afganistan

Lokun kjörstaða hefur verið frestað til morguns vegna árása og …
Lokun kjörstaða hefur verið frestað til morguns vegna árása og tæknilegra örðugleika. AFP

Yfir 130 Afganir hafa særst eða látist í árásum í tengdum kosningum í landinu, en í dag er kosið um 250 sæti á þjóðþingi landsins. Sprengingar hafa verið við nokkra kjörstaði. Árásirnar, auk tæknilegra vandræða á nokkrum kjörstöðum, hafa orðið til þess að kosningarnar hafa verið framlengdar um sólahring og verða því kjörstaðir áfram opnir á morgun. BBC greinur frá.

Ofbeldið og árásinar eru þó ekki aðeins bundnar við kjördaginn því tíu frambjóðendur voru myrtir í kosningabaráttunni. Bæði Talíabanar og vígamenn Ríki Íslams hafa lýst því yfir að þeir ætli að trufla kosningarnar.

Yfir 2.500 frambjóðendur, þar á meðal fjöldi kvenna, berjast um 250 sæti á þinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert